previous
 
 
  Video

English | Video

ANNA
Á daginn berst ekki múkk
frá Önnu sem býr
í ekkjudómi á efri hæðinni
– nema þegar hún dottar
yfir dagbókinni og
missir hana í gólfið

Annars ekki múkk

Öðru máli gegnir á næturnar
þá brýst út heilmikið heljarinnar múkk
Vinir Önnu vaða upp stigann
heilsa með hrópum
og slá upp veislu
Sumir eiga súrmjólk á flösku
aðrir luma á eggi

Undir morgun fá nágrannarnir nóg
af fiðlum og fjöldasöng
Gestirnir kveðja með hraði
og stíga inn í steypta veggina

Þegar lögreglan lýkur upp dyrunum
situr Anna við eldhúsborðið
og skrifar